<$BlogRSDURL$>

24.6.05

Húrra húrra 

Athena Töframaskína er loksins komin heim.

En örgjörfinn er ekki kominn til landsins, búið að taka tæpar 5 vikur, en hún er komin í lag og ég get notað hana þar til að einhverntíman í framtíðinni að örgjörfinn minn kemur til landsins og ég skila láns örgjörfanum.

|

Góð hugmynd 

Kannski ég sæki bara um stöðu Útvarpsstjóra, frétti að þeir væru að leita.

Þar þarf sko heldurbetur að taka til.

|

22.6.05

Konan sem hefur ekki plan 

Í gær sat ég og hugsaði "Sjitt ég er ekki með neitt plan!"
Þetta hugsaði ég allan daginn án þess að búa til neitt plan.
En í morgun fekk ég mjög skemmtilegt símtal, kannski þarf ég ekkert plan...
...kanski er það bara planið.

|

20.6.05

svekkt 

svekkt svekkt svekkt

|

16.6.05

Ha ha! 

Fer aftur í viðtal á mánudag.
Hress!

|

14.6.05

Jei jei 

Ég fer í atvinnu viðtal á morgun.
Spennandi...

|

12.6.05

Húff vonbryggði 

Ég gafst svolítið upp í seinustu viku, ég varð nefnilega fyrir vonbriggðum.
Þegar ég kláraði að læra á klukku, byrjaði ég að skoða þetta með sagnirnar, og jú aðuvitað begjast þær eftir persónu og tölu, gott mál ég bjóst við því.
Svo var ég að setja upp námskeiðið mitt í því að læra að begja sagnir, bara í nútíð, framtíðin er frekar dularfull með ákveðinni og óákveðinnibegingu og öðru dularfullu sem þessir tékkar hafa fundið upp, allavega þá samkvæmt bókinni sem ég var að nota var begingin frekar regluleg, þrjár mismunandi endingar og ákveðin regla á begingunum, svoldið eins og spænska bara flóknara. Og ég byrjaði að læra...
Svo fór ég eithvað að athuga þetta á elskulega internetinu mínu því það var eithvað sem var ekki að stemma í bókinni góðu, þá komst ég að því að í fyrstalgi eru fjórar en ekki þrjár endingar, hver ending hefur tvö til þrjú afbriggði, nema einn flokkurkinn hefur jú tvö afbriggði plús óendanlegan lista af óreglulegum afbriggðum, og svo er þetta bara ekkert reglulegt. -ít, -ýt og -ovat endingarnar (einn flokkur) beigjast allar mismunandi, húff nú eru allir hættir að lesa, það er líka það sem ég gerði því ég er ekki byrjuð á óreglulegu sögnunum dísús kræst það er langur listi.
En ég er hætt við að gefast upp, -ít, -ýt, -ovat, -át, -at, -ět, -et, -it, -ci, -out, -?t og óreglulegu sagnir hér kem ég.

|

Nýju gæludýrin mín 

Ég á ótlejandi ný gæludýr hérna í íbúðinni minni. Þetta fylgir víst vorinu.
Allir gluggar eru þaktir köngulóahýbílum. Fyrst voru þær allar bara pínkulitlar og ógeðslegar, en þar sem ég hef mikinn tíma í mínum höndum hef ég veitt þessum nýu gæludýrum mínum mikla athygli. Þær þrífast mis vel, í svefnherbergis glugganum byrjuðu þær 5 að búa til hús en þar er bara ein spik feit núna. Svipaða sögu er að segja úr stofu glugganum, en þar byrjuðu þær miklu fleiri og eru þrjár eftir. Tvær þeirra sé ég voða sjaldan, þær eru nógu litlar til að hverfa á bakvið kíttið á gluggapóstunum, en ein er heldurbetur dugleg, hún á núna fjórar innpakkaðar flugur tilbúnar til átu og svo er hún orðun ógeðslega feit og appelsínu gul (eins og hundurinn minn). hún er sofandi núna, ég ætla að bíða þar til hún fer að borða.

|

6.6.05

Pæling 

Myndir þú segja að ég væri geðveik ef ég segði þér að ég vissi svarið við spurningunni "Hver er tilgangurinn með lífinu?"?

|

5.6.05

My Life Without Me 



My Life Without Me

sjáðana

|

Það sem ósk elskar 

Appelsínugulan illaliktandi en hressan hund
Sleikja froðuna af skeiðinni í latteinum mínum
Þegar heilinn frís útaf þversögnum í skoðunum
Bíta í ísköld safarík grænvínber
Snerta marga litla kringlótta hluti
Þegar tásurnar mínar krullast
Lyktin sem að segir sumarið er komið
Þegar snjórinn bráðnar ofaní hálsmálið eftir að gera snjóengla
Setja seinasta hlutinn úr uppvaskinu í hilluna
Fara úr blautum sokkum

|

Að breita heilabylgjum í texta 

Að koma orðum að hugsununum, sem hanga í taugaendum djúpt inn í heilanum mínum getur verið erfitt.
Þar sem þessar hugsanir eru ekki orð heldur myndir af ýmsu tagi.

|

1.6.05

Fyrir löngu löngu síðan 

í landi ekkert svo langt í burtu, mið-evrópu bara svona til að punkta það á hnöttinn, komu grímuklæddir menn um miðja nótt, vopnaðir sekkjum.
Sekki þessa ætluðu þeir að nota við að stela bókstöfum úr tungumálinu, þeir ætluðu að stela öllum stöfunum, en þar sem að samhljóðarnir höfðu verið færðir á öruggan stað fyrr í vikunni náðu þeir einungis sérhljóðum, táku þeir alla sérhljóðana.
En þar sem grímuklæddu mennirnir skriðu aftur út um gluggann með sekkina, vildi ekki betur til en svo að gat kom á annan pokann og nokkrir sérhljóðar runnu út um rifuna og urðu eftir á kjallara gólfinu.
Fóru ræningjarnir aftur til síns heima en tékkar sátu uppi með það að eiga ekki nóg af sérhljóðum þannig að þeir föndruðu kommur á suma samhljóðana og reyndu eftir bestu getur að búa til skiljanlegt skrifmál úr því sem eftir var.

Þessvegna þarf ég að læra orð eins og ČTRVT í íslenskri þýðingu korter eða fjórði

|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?