<$BlogRSDURL$>

29.4.06

Hurra! 

Ég á afmæli í dag, hamingjuóskir velkomnar!

27!

|

25.4.06

jæja hvernig er þeta annars 

Merkilega gaman að heimta vini úr barnseignum. "Við", skemmtilega vítt hugtak, kvöddum veturinn með prompi og prakt þarna einhverntíman í síðustu viku, glöggir geta sér til miðvikudagskvölds. í miðju heimsmeistaramóti lesblindra í skrabbli hringdi Kata káta sæta og vildi slást með í gleðskapinn henni var auðvitað boðið á grundarstíginn sem þessar vikurnar virkar á mig meira eins og lestarstöð en heimili. Eftir glens og gaman og úrslit í skrabbli sem auðvitað heimsmeistari síðarsta árs, lesist ég, vann. Var haldið inn í miðstöð óttans og það sem þar gerist fréttist aldrei meir.

Svo í tilefni sumars skruppum við Sigrujón í þynkunni upp á Bifröst, mjög skrítið samfélag. Fólk er bara með börnin sín í skólanum og jafnvel býr til börnin sín í skólanum. Ég hef allavegana ekkert að gera í svona Viðskiptaháskóla annað en að vera með sólgleraugu og óska þess að hafa farið í sund í staðinn.
En ég græddi pizzu, nei maður græðir aldrei pizzu nema hún sé nr:N frá eldsmiðjunni. á Akranesi fekk ég þá verstu pizzu sem ég hef fengið síðan Þórdís át á mér handlegginn í staðinn fyrir pizzuna á Vík um árið.

Svo í bland við meltingar truflanir og ógleði ákváðum "við" að keyra fyrir Hvalfjörðinn á leiðinni heim. Hvalfjörðurinn er fallegur og sögulega merkilegur staður, en ég fór næstum að gráta þegar við keyrðum upp að botnskálanum gamla og allt sem við fundum var lík.

Síðan þá er ég búin að afreka það að syngja í karíókí í fyrstaskipti á ævinni og liggja í móki með óráði.
Það er ein sú besta skemmtun sem ég hef uppliffað lengi. Það var ekki fyrr en um 6 leitið í dag sem ég fattaði að ég á engar golfkylfur og svo fannst mér á tíma punkti ég vera á skipi, samt í íbúðinni minn en á skipi, oh hvað ég var þakklát fyrir að ferska vatnið var ekki búið þegar ég skrúfaði frá krananum. Fannst ekkert skrítið við það að skipið liti út eins og íbúðin mín.
Já og svona í lokin, ég á hálf étið Nóa Siríus páskaegg, eilítið sólbráðið. Fæst fyrir slikk.

|

19.4.06

Paska gott 

Dásamlegir páskar. Fór út úr bænum í 6 daga. Þórsmörkin var dásamleg eins og alltaf. Las Tékkneska kvikmyndasögu og gerði hernaðaráætlun fyrir skólaumsókn. Ég hef 7 mánuði og nú er að nýta tímann vel. Þarf að skila 10 min mynd, 3bls handriti, ritgerð og synopsis á mynd í fullrilengd. Hængurinn á þessu? Þarf að skila á Tékknesku, og ég sem er bara rétt orðin mellufær. Svo þegar ég kemst í gegnum þessa hindrun þá eru rosaleg inntökupróf, og svo að lokum tékknesku próf. Farin að læra.

|

10.4.06

Óvænt afmælisveisla 

Eftir mikið baktjalda leynimakk í vinkonuhópnum þá var slegið til veislu á Grundarstígnum. Heiðursgesturinn Halla fekk ekkert að vera með í liði í þessu stússi og hepnaðist það svo vel að þegar ég með bolabröggðum var búin að sminka hana og setja hana í uppáhalds kjólinn minn og draga hana með mér heim óviljuga, fattaði hún ekkert fyrr en hún gekk inn um dyrnar á íbúðinni minni í flasið á öllum gestunum. Snilldarplan þessarar aldar gjörheppnaðist.
Þar sem skvísan er ekkert heimsk þrátt fyrir hárafar, varð planið að vera gegnheilt sem klettur. Alvöru.
Ég luraði hana með mér í tökur á verkefni sem ég er búin að vera að undirbúa í rúmt ár, setti allt á hraðspól og kláraði undirbúninginn, þannig kom ég einstæðri móðurinn út úr húsi á laugardegi ánþess að hún þyrfti að redda sér barnapíu fyrir hvöldið, gat ánþess að vekja grundemdir sminkað hana og troðið henni í kjól, þó hennar plan hafi verið að fara heim og skrifa ritgerð, sorrý Halla, sumt hefur bara forgang.
Veislan var í alla staði yndisleg, takk stelpur fyrir komuna.

|

5.4.06

Formleg kvörtun 

ég vil fá sumar og gott, alltílagi vor og gott, ekki meira kvef og hálsbólgu og hausverk

ég auglýsi eftir betri gróðurhúsaáhrifum, mér er sama um norðurpólinn og bla og bla, ég vil gott veður

|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?