<$BlogRSDURL$>

31.8.06

Húrra húrra rigning! 

Eða ekki rigning, rétt í þessu var ég að lesa frétt á mbl.is þar kemur fram að Ópið og Madonna eftir Munch hafi fundist nú í vikunni. Þetta eru sannalega gleði fréttir fyrir alla heimsbyggðina, allavega listunnendur. Bestu férttir sem ég hef lesið alla vikuna!
Ég persónulega taldi þessi verk glötuð að eilífu, að þjófarnir hefðu eytt þeim áður en þeir náðust, en eins og svo oft áður hafði ég rangt fyrir mér og það gerir mig glaða!

Stuldur þessara verka og það að þau hafa loksins komið fram, eftir rúm tvö ár, hefur snert mig í hjartanu. Ástæðan er að ég komst að ýmsum hlutum um lífið þegar ég sá sýningu með verkum Munch í Listasafni Íslands um árið, þar áttaði ég mig á því að jafnvel merkustu listamenn gera líka vond verk. Það var mjög þarfur lærdómur í lífinu.

Photobucket - Video and Image Hosting

|

25.8.06

Ansans 

Ég get verið svo mikill bjöllusauður að langt þurfi að leita að svipuðu eða meira.
í gærkvöldi skildi ég hjólið mitt, litla fallega beiglaða bilaða Blisið mitt ólæst og aleitt eftir á laugarveginum fyrir utan öldurhús, og viti menn það nappaði einhver bremsu og gíralausa Blisinu mínu. Ég varð mjög leið en get ekkert verið að agnúast útí neinn nema sjálfa mig og mér þykir of vænt um sjálfa mig til þess að vera eithvað að agnúast af viti. Af þessum orsökum lá leið mín í góða Hirðirinn í dag í leit að reiðhjóli og það var ekkert til, þannig að ég brendi í Örninn og verslaði mér ógurlega fallegt og splúnku nýtt reiðhjól, fyrir myndavélapeningana mína.
En það er með eldtungum á stönginni og brettunum, ógeðslega flott, nú á ég fínasta hjólið í öllum heiminum.

Veit ekki hvað það heitir en það kemur, hjól hafa aldrei sagt mér hvað þau heita hef alltaf þurft að komast að því með tímanum.

|

21.8.06

Veit ey hvað skal segja 

eða var það ei, hverjum er ekki sama, ansi mikið fjör í stúdíóinu í dag/hvöld, hver veit hvar það skiptist.
Frú Sigríður Klingeberg spákona gaf mér spáspilin sín eftir þáttin, er búin að draga tvö og ef þetta virkar þá sigli ég lífið í blíðskapar logni.
Það að vera hjólreiðarmaður í þessari borg óttans getur verið ansi snúið, hvernig væri að gera ráð fyrir glönnum á reiðhjólum, nei ég er ekki að agnúast út í Laugarveginn og það megi ekki hjóla á gangstéttinni þar, það fer bara í taugarnar á mér að það sé hvergi gert ráðfyrir hjólandi fólki, nema jú kanski í Grafarvogi og Öskjuhlíðinni, á bara ekkert leið þar um í mínu daglega amstri.
Sumarið er búið að fara í vinnu og annan aumingja skap, þannig að ég er engan vegin á áætlun með umsóknina mína, en það hefst nú allt saman. Væri samt til í að hafa komið til þessarar borgar áður en ég fer þarna út til að taka próf, ef ég kemst þá svo langt. Eina sem ég er virkilega búin að vera dugleg að gera er að lesa kvikmyndasögu, vildi að eg hefði einhverntíman haft áhuga á mannkynssögu en allt er gott í bili.
Ég er mikið glöð með alskyns afléttingar á hunda fasisma í borginni, búið að skipta út bannað að vera hundur skiltunum fyrir þrífðu upp hunds þíns kúk skiltum á klambratúni og í hljómskálagarði, mikil ánægja með að þurfa ekki að vera að brasa þar í leyfislausum göngu túrum og losunarferðum.
Er bún að búa til gegnheilt plan fyrir nákomna framtíð, hljómar svo: bua til peninga og fara út næsta haust hvort sem ég kemst inn í skólan eða ekki - þekkir einhver einhvern með sambönd í "bransanum" í Prag? er tilbúin að vinna fyrir lítið, hef góða reynslu í kaffiuppáhellingum og samlokusmurningi, já og öðru að vísu.
Hvernig ég bý til þessa peninga verður bara að koma í ljós.
Er almennt hress þessa dagana fyrir utan smá kvef druslu og löngun í alvöru myndavél.
Er að spá í Nikon D50 eða D70s, held það sé best fyrir peninginn sem ég er tilbúin að fórna í þetta, vantar samt líka einn LaCie til viðbótar og þá heldég barasta að lífmitt yrði fullkomnað - í bili.
Og jú víst eitt enn, vantar vinnustofu, fyrir málerí er orðin þreitt á því að vera að brasa þetta í eldhúsinu mínu, en það hefst.

|

14.8.06

... og tilveran breytir um lit. 

Photobucket - Video and Image Hosting

|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?