<$BlogRSDURL$>

31.8.06

Húrra húrra rigning! 

Eða ekki rigning, rétt í þessu var ég að lesa frétt á mbl.is þar kemur fram að Ópið og Madonna eftir Munch hafi fundist nú í vikunni. Þetta eru sannalega gleði fréttir fyrir alla heimsbyggðina, allavega listunnendur. Bestu férttir sem ég hef lesið alla vikuna!
Ég persónulega taldi þessi verk glötuð að eilífu, að þjófarnir hefðu eytt þeim áður en þeir náðust, en eins og svo oft áður hafði ég rangt fyrir mér og það gerir mig glaða!

Stuldur þessara verka og það að þau hafa loksins komið fram, eftir rúm tvö ár, hefur snert mig í hjartanu. Ástæðan er að ég komst að ýmsum hlutum um lífið þegar ég sá sýningu með verkum Munch í Listasafni Íslands um árið, þar áttaði ég mig á því að jafnvel merkustu listamenn gera líka vond verk. Það var mjög þarfur lærdómur í lífinu.

Photobucket - Video and Image Hosting

|
Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?