<$BlogRSDURL$>

22.9.05

Klukk? 

Ég er ekki vön að taka þátt í svona vitleisu, en þar sem Hrafnhildur systir mín klukkaði mig ber mér blóðskylda til þess að breggðast við.

Mig dreymir allskyns undarlega drauma á nóttunni, flesta virkilega skemmtilega, en svo eru aðrir draumar sem eru "venjulegir" það er að segja samkrull úr raunveruleikanum með smá drauma hræringi, þá vakna ég yfirleitt þreitt og pirruð með bakverki. Það er ekki auðvelt að sortera atburði.

Ég ÞJÁIST af órökstuddri ofsahræðslu gagnvart köngulóm og geitungum, það er könguló í glasi, lokuðu með bók, ofan á örbylgjuofninum í eldhúsinu hjá mér. Hún er búin að vera lokuð ofan í glasinu í meira en mánuð en ég þori ekki að henda henni út um eldhúsgluggan. Seinnipartur ágústmánaðar einkendist af því að standa á sokkunum fyrir utan íbúðina mína svitnandi köldum svita með hjartslátt líkt og eftir maraþon hlaup, manandi mig upp í það að stökkva inn kippa skóm og lyklum með og hlaupa í öruggt skjól á Kaffibarnum, vegna geitunga innrása.

Ég er að læra Tékknesku, því mig langar að stunda nám við FAMU í Prag. Mig dreymir um að komast þar inn.

Ég vann sem barþjónn á skítabúllum í 7 ár, sem hefur gert það að verkum að ég er með ofnæmi fyrir fyllibyttum, aumingjum og fullum strákum sem reyna við mig. Þegar fég er úti á lífinu fyrirlýt ég stráka sem reyna að koma og tala við mig, satt best að segja er ég algjör tík.

Ég er einstaklega léleg í því að halda sambandi við fólk, veit ekki afhverju það stafar. Ef ég hitti ekki fólk án áreinslu (á förnum vegi, vegna vinnu, úti á lífinu) er allt eins víst að ég hitti það ekki neitt, meira að segja þá sem teljast til minna bestu vina.

Jæja ég ætla ekki að klukka einn eða neinn.

|

20.9.05

Dásamleg helgi að baki 

Stal jeppa og keyrði yfir ár, það er gaman.
Drakk viský, söng og spilaði á tamborínu við gítarundirleik í svarta mirkri, það er gaman.
Labbadði í grenjandi rigningu og nærri kól á mér hendina fyrir listina, það er gaman.
Borðaði roadkill borgara á leiðinni heim, það er gaman.

Já það er gaman.

|

10.9.05

Ég ættleiddi fóstur 


I adopted a cute lil' cow fetus
from Fetusmart! Hooray fetus!

|

4.9.05

Ný reynsla ný tækifæri 


Þá er ég búin í annað sinn að vera prófessjonal kameru manneskja, og í þetta sinn í fjölkameruvinnslu.
Ný fjöður í hattinn og brátt getur maður flogið á vit ævintýrana.

|

2.9.05

Sannleikurinn 


|

Týndar sálir mishepnaðra tilræðismanna 

Mig dreymdi að ég setti auglýsingu á internetið, ég auglysti griðarstað fyrir týndar sálir múslima sem kæmust ekki inn í himnaríki vegna þess að sprengju tilræði þeirra misheppnuðust. Á aðeins nokkrum stundum fylltist íbúðin hjá mér af týndum sálum og fyrsti liður ætlunarverks míns var fullkomnaður.
Þá setti ég mig í samband við Kölska kallinn og bauð honum þessar sálir fyrir það að verða farsæll leikstjóri. Kölski tók boði mínu ánægður, enda mörg hundruð ár síðan hann fekk svo stóran pakka af sálum fyrir slikk. Á aðeins nokkrum klukkustundum var byrjuð á fyrstu mynd minni í fullri lengd.
Ég prísaði mig sæla og hellti mér af fullum krafti útí framleiðsluna og á aðeins nokkrum mánuðum kláraði ég myndina og undirbjó frumsýningu.
Ég keypti mér fallegan kjól og leigði myndarlegt módel til þess að fylgja mér upp rauða dregilinn. Það var ekki að spyrja að því, salurinn trilltist af hrifningu, hló grét og meig í buxurnar.
Þar sem ég sat í salnum byrjaði ég að svitna ótæpilega, þetta var ekki myndin sem ég hafði gert, og þá rann upp fyrir mér ljós, kaldur hrollur læddist niður eftir bakinu á mér.
Kölski hefur bara ítök í Hollywood og ég var búin að búa til ömurlegan meðalmensku blockbuster.
Ferill minn sem leikstjóri var ónýtur.

|

1.9.05

Óraunveruleikinn 

Stundum hellist yfir mig ákveðin tilfinning þess eðlis að allt það sem ég er að upplifa sé ekki satt. Ekki að allir séú að ljúga, heldur að það sem ég er að hugsa og upplifa sé í raun og veru ekki eins og það virðist. Hlutir sem tilheyra morgundeginum eigi ekki eftir að gerast og eru einvörðungu hugarburður minn. Þessari tilfinningu fylgir því yfirleitt doði í kinnum og ég hætti að finna bragð með fremri hluta tungunnar, finn eingöngu bragðið sem ég skynja með "beisku" bragðlaukunum. Allt bragð verður samt sem áður ekki beiskt, bara öðruvísi en ég á að venjast. Samfara þessu óttast ég að ná aldrei markmiðum mínum, að missa sjónar á því hver ég er og að festast í einhverju normi sem mér finnst ekki þægilegt.

|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?