<$BlogRSDURL$>

22.9.05

Klukk? 

Ég er ekki vön að taka þátt í svona vitleisu, en þar sem Hrafnhildur systir mín klukkaði mig ber mér blóðskylda til þess að breggðast við.

Mig dreymir allskyns undarlega drauma á nóttunni, flesta virkilega skemmtilega, en svo eru aðrir draumar sem eru "venjulegir" það er að segja samkrull úr raunveruleikanum með smá drauma hræringi, þá vakna ég yfirleitt þreitt og pirruð með bakverki. Það er ekki auðvelt að sortera atburði.

Ég ÞJÁIST af órökstuddri ofsahræðslu gagnvart köngulóm og geitungum, það er könguló í glasi, lokuðu með bók, ofan á örbylgjuofninum í eldhúsinu hjá mér. Hún er búin að vera lokuð ofan í glasinu í meira en mánuð en ég þori ekki að henda henni út um eldhúsgluggan. Seinnipartur ágústmánaðar einkendist af því að standa á sokkunum fyrir utan íbúðina mína svitnandi köldum svita með hjartslátt líkt og eftir maraþon hlaup, manandi mig upp í það að stökkva inn kippa skóm og lyklum með og hlaupa í öruggt skjól á Kaffibarnum, vegna geitunga innrása.

Ég er að læra Tékknesku, því mig langar að stunda nám við FAMU í Prag. Mig dreymir um að komast þar inn.

Ég vann sem barþjónn á skítabúllum í 7 ár, sem hefur gert það að verkum að ég er með ofnæmi fyrir fyllibyttum, aumingjum og fullum strákum sem reyna við mig. Þegar fég er úti á lífinu fyrirlýt ég stráka sem reyna að koma og tala við mig, satt best að segja er ég algjör tík.

Ég er einstaklega léleg í því að halda sambandi við fólk, veit ekki afhverju það stafar. Ef ég hitti ekki fólk án áreinslu (á förnum vegi, vegna vinnu, úti á lífinu) er allt eins víst að ég hitti það ekki neitt, meira að segja þá sem teljast til minna bestu vina.

Jæja ég ætla ekki að klukka einn eða neinn.

|
Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?