<$BlogRSDURL$>

23.2.07

Ég hef þróað með mér ægilegan sjúkdóm! 

Þetta er einhverskonar vöðvarírnunar sjúkdómur, fyrst mun ég þurfa vél-arm og svo smátt oga smátt verða að hjólastól með heila og svona tal tölvutæki. Ég verð náttúrulega líka alveg ógeðslega klár.
Þetta veit ég af því að í rúma viku er mér búið að vera illt í hinni hendinni, hún er ógeðslega aum og getur ekki neitt og finnst vont að klæða mig, sérstaklega í kápuna og að bynda sjalið um hálsinn á mér, og svo er ég svo viðkvæm fyrir ljósi þessa dagana. Líf mitt krefst sólgleraugna utanvið og ekki bara til þess að vera Misteríus Vúman, þó það hjálpi.
Það er að vísu annar möguleiki í stöðunni ég sef alltaf á hliðinni, er búin að reyna að sofa á hinni hliðinni en vakna alltaf á þessari, hlakka til að tala við Össur um hönnun á vélarminum mínum, ætla að hafa puttana eins og swissneska vasahnífa og lakkið breitir litum eftir hitastigi, í upphandleggnum verður internetsamband með þráðlausum beini og innan í lófanum verður lyklaborð og svo læt ég setja skjá í sólgleraugun og harðandisk í framhandlegginn og allir vilja vera memm afþví að það er svo gott þráðlaust net í kringum mig.
Ég gef orðinu Computer merkingu nær upprunanum og jafnframt nær framtíðnni.

Ósk Borg, tímamót.

|

19.2.07

What does a dislexic insomniac wonder about? 

Þetta á eftir að vera einn af þessum súru dögum þar sem ég nenni ekki að vera ég.
Ég var alvarlega að hugsa það um klukkan 6 í morgun að fara í klippingu hjá einhverri konu sem ég hefur aldrei hitt mig og ljúga að henni að ég ynni á leikskóla, eða væri bara svona í þessu normi, fílaði júróvisjón og jónsa í svörtum fötum og fyndist þetta alveg hræðilegt með klámráðstefnuna og silvíu nótt, að ég væri sannfærð um að eiríkur myndi vinna þetta hann var nú svo sexí þegar hann söng gaggóvest og ég verslaði engöngu í smáralind, nema þegar ég færi í kringluna.
En það gengur bara ekki upp, ég þarf frí í svona þrjá daga, hamskipti við einhvern annan, kanski verða reiknimaur í banka og spila fótbolta með félögunum eftir vinnu, eða vinna á kassanum í hagkaup og sörfa einkamál.is eftir vinnu, eða vera heimavinnandi þriggjabarna móðir á þönum að koma öllum í föt og skóla og tómstundir og versla í matinn og missa EKKI af uppáhaldssjónvarpsþættinum mínum, desperate housewifes eða eithvað.
Ég yrði svo glöð að vera ég aftur, að gera það sem mér sínist, horfa á glæpó, föndra og hitta vini mína, drekka kaffi á prikinu klukkan 9 á mánudagsmorgni og vera öll að rifna innan í mér af því að ég get ekki fókusað á það sem ég er að gera.

IS THERE A DOG?

|

16.2.07

Svangur 

Smyrill að éta dúfu fyrir utan ráðhúsið í kvöld.

smyrill

|

Norm 

hvað er það?


|

5.2.07

Svo þreitt 

á áróðri "spinndocktora"
á heimsenda spám
á blindri trú á hvað sem er
á óþörfum heimilistækjum
á tali um hagvöxt, verðbólgu og afkomuspár banka
á vondum bíómyndum
á of kridduðum, of steiktum og of vondum mat
á illum kostum í ríkisstjórnarkosningum
á fólki sem veit ekkert um mig
á grenjandi, frekum og illauppölnum börnum í stórmörkuðum
á illa uppölnum foreldrum barna í stórmörkuðum
á vægum refsingum barnaníðinga
á fordómum gegn listamönnum
á því að tónlistarfólk er alltaf spurt "Og hvað gerirðu svo?"
á öfund út í þá sem kunna að búa sér til peninga
á seðlabankanum
á því að aflóga alþingismenn og ráðherrar fái ókeypis stóla út um allan bæ án þess að hafa í það sérstaka hæfni eða menntun
á því að aflóga alþingismenn og ráðherrar séu á óskerum eftirlaunum á meðan aldraðir og örorkubótaþegar sitja ekki við sama borð
á því að vera ekki með vinnustofu

ég gæti haldið áfram í allt kvöld, tek til baka þetta með börnin, það er ekki hægt að kenna þeim um lesti foreldranna

eitt að lokum, svo þreitt á því að vera þreitt og pirruð



|

4.2.07

If time and space are curved, where do all the straight people come from? 


|

3.2.07

Að fá borgað fyrir að fara í fótabað 

væri stórkostleg vinna.
Sjaldan hef ég þjónað jafn litlum tilgangi í vinnunni, Klaran bimms og lítið um mörk í "hinum" leikjunum.
Þannig að þegar við vorum í beinni hallaði ég mér bara aftur í stólnum og hugsaði að það væru voðalega fá tæknivanda mál ef starfið fælist í því að fara í fótabað.



|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?