<$BlogRSDURL$>

23.2.07

Ég hef þróað með mér ægilegan sjúkdóm! 

Þetta er einhverskonar vöðvarírnunar sjúkdómur, fyrst mun ég þurfa vél-arm og svo smátt oga smátt verða að hjólastól með heila og svona tal tölvutæki. Ég verð náttúrulega líka alveg ógeðslega klár.
Þetta veit ég af því að í rúma viku er mér búið að vera illt í hinni hendinni, hún er ógeðslega aum og getur ekki neitt og finnst vont að klæða mig, sérstaklega í kápuna og að bynda sjalið um hálsinn á mér, og svo er ég svo viðkvæm fyrir ljósi þessa dagana. Líf mitt krefst sólgleraugna utanvið og ekki bara til þess að vera Misteríus Vúman, þó það hjálpi.
Það er að vísu annar möguleiki í stöðunni ég sef alltaf á hliðinni, er búin að reyna að sofa á hinni hliðinni en vakna alltaf á þessari, hlakka til að tala við Össur um hönnun á vélarminum mínum, ætla að hafa puttana eins og swissneska vasahnífa og lakkið breitir litum eftir hitastigi, í upphandleggnum verður internetsamband með þráðlausum beini og innan í lófanum verður lyklaborð og svo læt ég setja skjá í sólgleraugun og harðandisk í framhandlegginn og allir vilja vera memm afþví að það er svo gott þráðlaust net í kringum mig.
Ég gef orðinu Computer merkingu nær upprunanum og jafnframt nær framtíðnni.

Ósk Borg, tímamót.

|
Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?