<$BlogRSDURL$>

2.9.05

Týndar sálir mishepnaðra tilræðismanna 

Mig dreymdi að ég setti auglýsingu á internetið, ég auglysti griðarstað fyrir týndar sálir múslima sem kæmust ekki inn í himnaríki vegna þess að sprengju tilræði þeirra misheppnuðust. Á aðeins nokkrum stundum fylltist íbúðin hjá mér af týndum sálum og fyrsti liður ætlunarverks míns var fullkomnaður.
Þá setti ég mig í samband við Kölska kallinn og bauð honum þessar sálir fyrir það að verða farsæll leikstjóri. Kölski tók boði mínu ánægður, enda mörg hundruð ár síðan hann fekk svo stóran pakka af sálum fyrir slikk. Á aðeins nokkrum klukkustundum var byrjuð á fyrstu mynd minni í fullri lengd.
Ég prísaði mig sæla og hellti mér af fullum krafti útí framleiðsluna og á aðeins nokkrum mánuðum kláraði ég myndina og undirbjó frumsýningu.
Ég keypti mér fallegan kjól og leigði myndarlegt módel til þess að fylgja mér upp rauða dregilinn. Það var ekki að spyrja að því, salurinn trilltist af hrifningu, hló grét og meig í buxurnar.
Þar sem ég sat í salnum byrjaði ég að svitna ótæpilega, þetta var ekki myndin sem ég hafði gert, og þá rann upp fyrir mér ljós, kaldur hrollur læddist niður eftir bakinu á mér.
Kölski hefur bara ítök í Hollywood og ég var búin að búa til ömurlegan meðalmensku blockbuster.
Ferill minn sem leikstjóri var ónýtur.

|
Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?