25.8.06
Ansans
Ég get verið svo mikill bjöllusauður að langt þurfi að leita að svipuðu eða meira.
í gærkvöldi skildi ég hjólið mitt, litla fallega beiglaða bilaða Blisið mitt ólæst og aleitt eftir á laugarveginum fyrir utan öldurhús, og viti menn það nappaði einhver bremsu og gíralausa Blisinu mínu. Ég varð mjög leið en get ekkert verið að agnúast útí neinn nema sjálfa mig og mér þykir of vænt um sjálfa mig til þess að vera eithvað að agnúast af viti. Af þessum orsökum lá leið mín í góða Hirðirinn í dag í leit að reiðhjóli og það var ekkert til, þannig að ég brendi í Örninn og verslaði mér ógurlega fallegt og splúnku nýtt reiðhjól, fyrir myndavélapeningana mína.
En það er með eldtungum á stönginni og brettunum, ógeðslega flott, nú á ég fínasta hjólið í öllum heiminum.
Veit ekki hvað það heitir en það kemur, hjól hafa aldrei sagt mér hvað þau heita hef alltaf þurft að komast að því með tímanum.
|
í gærkvöldi skildi ég hjólið mitt, litla fallega beiglaða bilaða Blisið mitt ólæst og aleitt eftir á laugarveginum fyrir utan öldurhús, og viti menn það nappaði einhver bremsu og gíralausa Blisinu mínu. Ég varð mjög leið en get ekkert verið að agnúast útí neinn nema sjálfa mig og mér þykir of vænt um sjálfa mig til þess að vera eithvað að agnúast af viti. Af þessum orsökum lá leið mín í góða Hirðirinn í dag í leit að reiðhjóli og það var ekkert til, þannig að ég brendi í Örninn og verslaði mér ógurlega fallegt og splúnku nýtt reiðhjól, fyrir myndavélapeningana mína.
En það er með eldtungum á stönginni og brettunum, ógeðslega flott, nú á ég fínasta hjólið í öllum heiminum.
Veit ekki hvað það heitir en það kemur, hjól hafa aldrei sagt mér hvað þau heita hef alltaf þurft að komast að því með tímanum.
Comments:
Skrifa ummæli