19.4.06
Paska gott
Dásamlegir páskar. Fór út úr bænum í 6 daga. Þórsmörkin var dásamleg eins og alltaf. Las Tékkneska kvikmyndasögu og gerði hernaðaráætlun fyrir skólaumsókn. Ég hef 7 mánuði og nú er að nýta tímann vel. Þarf að skila 10 min mynd, 3bls handriti, ritgerð og synopsis á mynd í fullrilengd. Hængurinn á þessu? Þarf að skila á Tékknesku, og ég sem er bara rétt orðin mellufær. Svo þegar ég kemst í gegnum þessa hindrun þá eru rosaleg inntökupróf, og svo að lokum tékknesku próf. Farin að læra.
|
Comments:
Skrifa ummæli