<$BlogRSDURL$>

10.4.06

Óvænt afmælisveisla 

Eftir mikið baktjalda leynimakk í vinkonuhópnum þá var slegið til veislu á Grundarstígnum. Heiðursgesturinn Halla fekk ekkert að vera með í liði í þessu stússi og hepnaðist það svo vel að þegar ég með bolabröggðum var búin að sminka hana og setja hana í uppáhalds kjólinn minn og draga hana með mér heim óviljuga, fattaði hún ekkert fyrr en hún gekk inn um dyrnar á íbúðinni minni í flasið á öllum gestunum. Snilldarplan þessarar aldar gjörheppnaðist.
Þar sem skvísan er ekkert heimsk þrátt fyrir hárafar, varð planið að vera gegnheilt sem klettur. Alvöru.
Ég luraði hana með mér í tökur á verkefni sem ég er búin að vera að undirbúa í rúmt ár, setti allt á hraðspól og kláraði undirbúninginn, þannig kom ég einstæðri móðurinn út úr húsi á laugardegi ánþess að hún þyrfti að redda sér barnapíu fyrir hvöldið, gat ánþess að vekja grundemdir sminkað hana og troðið henni í kjól, þó hennar plan hafi verið að fara heim og skrifa ritgerð, sorrý Halla, sumt hefur bara forgang.
Veislan var í alla staði yndisleg, takk stelpur fyrir komuna.

|
Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?