<$BlogRSDURL$>

1.6.05

Fyrir löngu löngu síðan 

í landi ekkert svo langt í burtu, mið-evrópu bara svona til að punkta það á hnöttinn, komu grímuklæddir menn um miðja nótt, vopnaðir sekkjum.
Sekki þessa ætluðu þeir að nota við að stela bókstöfum úr tungumálinu, þeir ætluðu að stela öllum stöfunum, en þar sem að samhljóðarnir höfðu verið færðir á öruggan stað fyrr í vikunni náðu þeir einungis sérhljóðum, táku þeir alla sérhljóðana.
En þar sem grímuklæddu mennirnir skriðu aftur út um gluggann með sekkina, vildi ekki betur til en svo að gat kom á annan pokann og nokkrir sérhljóðar runnu út um rifuna og urðu eftir á kjallara gólfinu.
Fóru ræningjarnir aftur til síns heima en tékkar sátu uppi með það að eiga ekki nóg af sérhljóðum þannig að þeir föndruðu kommur á suma samhljóðana og reyndu eftir bestu getur að búa til skiljanlegt skrifmál úr því sem eftir var.

Þessvegna þarf ég að læra orð eins og ČTRVT í íslenskri þýðingu korter eða fjórði

|
Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?