<$BlogRSDURL$>

12.6.05

Nýju gæludýrin mín 

Ég á ótlejandi ný gæludýr hérna í íbúðinni minni. Þetta fylgir víst vorinu.
Allir gluggar eru þaktir köngulóahýbílum. Fyrst voru þær allar bara pínkulitlar og ógeðslegar, en þar sem ég hef mikinn tíma í mínum höndum hef ég veitt þessum nýu gæludýrum mínum mikla athygli. Þær þrífast mis vel, í svefnherbergis glugganum byrjuðu þær 5 að búa til hús en þar er bara ein spik feit núna. Svipaða sögu er að segja úr stofu glugganum, en þar byrjuðu þær miklu fleiri og eru þrjár eftir. Tvær þeirra sé ég voða sjaldan, þær eru nógu litlar til að hverfa á bakvið kíttið á gluggapóstunum, en ein er heldurbetur dugleg, hún á núna fjórar innpakkaðar flugur tilbúnar til átu og svo er hún orðun ógeðslega feit og appelsínu gul (eins og hundurinn minn). hún er sofandi núna, ég ætla að bíða þar til hún fer að borða.

|
Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?