22.11.07
Nú hefur frosið í helvíti!
Ef einhver hafði sagt mér fyrir mánuði síðan, að ég ætti eftir að hamast í Hamstratækjum og hafa gaman af, hefði latteinn frussast út um nefið á mér af hlátri. Viðkomandi hefði verið lýstur veikur á geði og látinn tékka inn á næsta geðspítala.
En nú er öldin önnur, það hefur eithvað fleira laumast með en bara skýrsýni vegna gleraugna.
Ég hef fjárfest í forláta líkamsræktarkorti í konur eingöngu líkamsræktarstöð og á einni viku (það eru sjö dagar), hef ég farið sex sinnum. Mín bestasta Þórdís fer með mér þrisvar í viku og gegnir þar hlutverki einkaþjálfara, hún hefur lofað mér betri líðan í skrokknum um jólin. Þess á milli má ég fara ein og hamast eins og hamstur í hlaupahjóli eins mikið og mér sýnist, en ekki leika í lyftingartækjunum því við erum að fara eftir prógrami!
Fyrr hefði ég átt á dauða mínum von en þessu.
Ég er að vísu enn bara í Converse skónum og fötum ætluðum til almennra nota en stefnan er að bæta úr því fljótlega, verð bara að finna eithvað töff.
|
En nú er öldin önnur, það hefur eithvað fleira laumast með en bara skýrsýni vegna gleraugna.
Ég hef fjárfest í forláta líkamsræktarkorti í konur eingöngu líkamsræktarstöð og á einni viku (það eru sjö dagar), hef ég farið sex sinnum. Mín bestasta Þórdís fer með mér þrisvar í viku og gegnir þar hlutverki einkaþjálfara, hún hefur lofað mér betri líðan í skrokknum um jólin. Þess á milli má ég fara ein og hamast eins og hamstur í hlaupahjóli eins mikið og mér sýnist, en ekki leika í lyftingartækjunum því við erum að fara eftir prógrami!
Fyrr hefði ég átt á dauða mínum von en þessu.
Ég er að vísu enn bara í Converse skónum og fötum ætluðum til almennra nota en stefnan er að bæta úr því fljótlega, verð bara að finna eithvað töff.
15.11.07
Og nú með viðbættum gleraugum!
Ég er svaka hress með þessa nýju skýru stefnu í lífinu, að nota gleraugu er víst þarfaþing.
Þetta er nú samt svona í uppafi ákveðið samband haturs og ástar, Það er gott að hafa gleraugun því þá sé ég betur og verð ekki eins þreitt, en þau pirra mig svolítið, eru mun þyngri en sólgleraugu, kannski afþví að það sem ég kalla sólgleraugu ætti ég kannski frekar að kalla sólplastaugu.
En að allt öðru, ég uppfærði í nýjasta og bestasta stýrikerfið á markaðnum. Erase and install. Þetta er eins og að eiga nýja tölvu, nom nom nom. Ég var búin að hugsa þetta í góðan tíma og sveiflast til og frá í ákvarðanatökunni, hinn möguleikinn var að bíða þar til ég fjárfesti í nýrri tölvu. En einn þriðjudaginn tók ég ákvörðun og skellti mér útí djúpulaugina. Passaði vel og vandlega að taka bacup af öllu...
...Nema kvað ég gleymdi einni möppu Library úr users möppunni, og týndi þar með öllum skipstjóraglósunum mínum. En það er allt í lagi þá þarf ég bara að læra betur undir prófin sem eru eftir rúma viku.
|
Þetta er nú samt svona í uppafi ákveðið samband haturs og ástar, Það er gott að hafa gleraugun því þá sé ég betur og verð ekki eins þreitt, en þau pirra mig svolítið, eru mun þyngri en sólgleraugu, kannski afþví að það sem ég kalla sólgleraugu ætti ég kannski frekar að kalla sólplastaugu.
En að allt öðru, ég uppfærði í nýjasta og bestasta stýrikerfið á markaðnum. Erase and install. Þetta er eins og að eiga nýja tölvu, nom nom nom. Ég var búin að hugsa þetta í góðan tíma og sveiflast til og frá í ákvarðanatökunni, hinn möguleikinn var að bíða þar til ég fjárfesti í nýrri tölvu. En einn þriðjudaginn tók ég ákvörðun og skellti mér útí djúpulaugina. Passaði vel og vandlega að taka bacup af öllu...
...Nema kvað ég gleymdi einni möppu Library úr users möppunni, og týndi þar með öllum skipstjóraglósunum mínum. En það er allt í lagi þá þarf ég bara að læra betur undir prófin sem eru eftir rúma viku.
13.11.07
O hai!
Ég föndraði heimasíðu í gærkvöldi :D
Hún er ekki alveg tilbúin en svona orðin ágætis bara held ég.
Segiði mér nú hvað ykkur finnst og meira svona hvað er að og þarf að laga breyta og bæta...
|
Hún er ekki alveg tilbúin en svona orðin ágætis bara held ég.
Segiði mér nú hvað ykkur finnst og meira svona hvað er að og þarf að laga breyta og bæta...
9.11.07
Ég skil ekki
Tilganginn með því að labba út um allar trissur fyrir hin og þessi málefni. Hvaða vanda leysir það?
|
6.11.07
Síðastliðin 10 ár hef ég lifað við rangsýni.
Árið 1997 hætti ég með öllu að nota gleraugu, sjónskekkjan hafð ellst af mér og ég fekk ekki lengur höfuðverki við að horfa út um augun. Mér þótti líka alltaf hálf hallærislegt allt þetta gleraugna brölt því ég sá alveg vel.
En í morgun borgaði ég manni fullt af peningum fyrir að gera á mér ákveðnar athuganir og segja mér að ég væri heil, enda líka vissi ég það svosum. Heimsóknin var meira til að uppfræða mig og setja upp athugunar/forvarnar plan fyrir framtíðina en að ég teldi mig eithvað gallaða.
Það fær sko enginn yfirþrýstingur að skemma í mér augnbotninn án þess að vinna fyrir því.
En uppúr krafsinu fekkst það; að ég sannfærðist um að ég hef gengið í villu svíma í ára tug, ég hef séð ljósið!
Mín bíða gleraugu í verslun hér í borg eftir um 10 daga. Já og þá kemur mynd.
|
En í morgun borgaði ég manni fullt af peningum fyrir að gera á mér ákveðnar athuganir og segja mér að ég væri heil, enda líka vissi ég það svosum. Heimsóknin var meira til að uppfræða mig og setja upp athugunar/forvarnar plan fyrir framtíðina en að ég teldi mig eithvað gallaða.
Það fær sko enginn yfirþrýstingur að skemma í mér augnbotninn án þess að vinna fyrir því.
En uppúr krafsinu fekkst það; að ég sannfærðist um að ég hef gengið í villu svíma í ára tug, ég hef séð ljósið!
Mín bíða gleraugu í verslun hér í borg eftir um 10 daga. Já og þá kemur mynd.