<$BlogRSDURL$>

15.11.07

Og nú með viðbættum gleraugum! 

Ég er svaka hress með þessa nýju skýru stefnu í lífinu, að nota gleraugu er víst þarfaþing.
Þetta er nú samt svona í uppafi ákveðið samband haturs og ástar, Það er gott að hafa gleraugun því þá sé ég betur og verð ekki eins þreitt, en þau pirra mig svolítið, eru mun þyngri en sólgleraugu, kannski afþví að það sem ég kalla sólgleraugu ætti ég kannski frekar að kalla sólplastaugu.



En að allt öðru, ég uppfærði í nýjasta og bestasta stýrikerfið á markaðnum. Erase and install. Þetta er eins og að eiga nýja tölvu, nom nom nom. Ég var búin að hugsa þetta í góðan tíma og sveiflast til og frá í ákvarðanatökunni, hinn möguleikinn var að bíða þar til ég fjárfesti í nýrri tölvu. En einn þriðjudaginn tók ég ákvörðun og skellti mér útí djúpulaugina. Passaði vel og vandlega að taka bacup af öllu...
...Nema kvað ég gleymdi einni möppu Library úr users möppunni, og týndi þar með öllum skipstjóraglósunum mínum. En það er allt í lagi þá þarf ég bara að læra betur undir prófin sem eru eftir rúma viku.

|
Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?