<$BlogRSDURL$>

6.11.07

Síðastliðin 10 ár hef ég lifað við rangsýni. 

Árið 1997 hætti ég með öllu að nota gleraugu, sjónskekkjan hafð ellst af mér og ég fekk ekki lengur höfuðverki við að horfa út um augun. Mér þótti líka alltaf hálf hallærislegt allt þetta gleraugna brölt því ég sá alveg vel.
En í morgun borgaði ég manni fullt af peningum fyrir að gera á mér ákveðnar athuganir og segja mér að ég væri heil, enda líka vissi ég það svosum. Heimsóknin var meira til að uppfræða mig og setja upp athugunar/forvarnar plan fyrir framtíðina en að ég teldi mig eithvað gallaða.
Það fær sko enginn yfirþrýstingur að skemma í mér augnbotninn án þess að vinna fyrir því.
En uppúr krafsinu fekkst það; að ég sannfærðist um að ég hef gengið í villu svíma í ára tug, ég hef séð ljósið!

Mín bíða gleraugu í verslun hér í borg eftir um 10 daga. Já og þá kemur mynd.

|
Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?