22.11.07
Nú hefur frosið í helvíti!
Ef einhver hafði sagt mér fyrir mánuði síðan, að ég ætti eftir að hamast í Hamstratækjum og hafa gaman af, hefði latteinn frussast út um nefið á mér af hlátri. Viðkomandi hefði verið lýstur veikur á geði og látinn tékka inn á næsta geðspítala.
En nú er öldin önnur, það hefur eithvað fleira laumast með en bara skýrsýni vegna gleraugna.
Ég hef fjárfest í forláta líkamsræktarkorti í konur eingöngu líkamsræktarstöð og á einni viku (það eru sjö dagar), hef ég farið sex sinnum. Mín bestasta Þórdís fer með mér þrisvar í viku og gegnir þar hlutverki einkaþjálfara, hún hefur lofað mér betri líðan í skrokknum um jólin. Þess á milli má ég fara ein og hamast eins og hamstur í hlaupahjóli eins mikið og mér sýnist, en ekki leika í lyftingartækjunum því við erum að fara eftir prógrami!
Fyrr hefði ég átt á dauða mínum von en þessu.
Ég er að vísu enn bara í Converse skónum og fötum ætluðum til almennra nota en stefnan er að bæta úr því fljótlega, verð bara að finna eithvað töff.
|
En nú er öldin önnur, það hefur eithvað fleira laumast með en bara skýrsýni vegna gleraugna.
Ég hef fjárfest í forláta líkamsræktarkorti í konur eingöngu líkamsræktarstöð og á einni viku (það eru sjö dagar), hef ég farið sex sinnum. Mín bestasta Þórdís fer með mér þrisvar í viku og gegnir þar hlutverki einkaþjálfara, hún hefur lofað mér betri líðan í skrokknum um jólin. Þess á milli má ég fara ein og hamast eins og hamstur í hlaupahjóli eins mikið og mér sýnist, en ekki leika í lyftingartækjunum því við erum að fara eftir prógrami!
Fyrr hefði ég átt á dauða mínum von en þessu.
Ég er að vísu enn bara í Converse skónum og fötum ætluðum til almennra nota en stefnan er að bæta úr því fljótlega, verð bara að finna eithvað töff.
Comments:
Skrifa ummæli