<$BlogRSDURL$>

23.10.07

Skrefi nær 

Í skítaveðri með tilheyrandi stormviðvörun lét ég mig húrra út í höfnina í gær. Það var gaman. Verst að við fengum ekki að gera allar æfingarnar af því að það var svo vonnt veður. Mínusinn var að flotbúningurinn minn var með gat í klofinu þannig að ískaldur sjórinn seitlaði inn í búninginn upp við mitt allraheilagasta og ég ekki með auka föt (sauður) þannig að restina af námskeiðinu sat ég rassblaut og skildi eftir mig rassbleytufar hvar sem ég settist.
Ég "féll" á einu prófinu, náði ekki að slökkva eldinn með kolsýrutækinu, óstjórnlega svali íkveikjukennarinn sagði að ég væri of lítil. Næst skal ég muna eftir að vera í hælunum þegar kviknar í.
En námskeiðið var mjög áhugavert og vakti mig til umhugsunar um hluti sem ég hefði líklegast ekkert hugsað útí aður en ég færi út á sjó með fólkið sem ég elska.

Nú á ég splunkufínt skýrteini úr Slysavarnarskóla Sjómanna.


|

17.10.07

Arghhh 

Ég veit ég á ekkert að vera að pirra mig á þessu en Biagio Nitka kallar mig honney og heldur að ég hafi lítið typpi.
Ef ég væri strákur þá væri ég sko með fínt typpi sem þyrfti bara ekkert að stækka og þætti fremur óhuggulegt að einhver maður þarna úti í heimi væri skotinn í mér en vildi að ég hefði stærra typpi...

|

12.10.07

Ósk á Sequences 

Ég verð þarna uppúr 18:00 á morgun 13.október

Sé þig ;) eða vertu kassi!


|

10.10.07

Ég er ekki með litningagalla! 

Ég hef par af fullkomnum X litningum (XX), en ekki hið ófullkomna litningapar (XY).
Það gerir það að vekum að æxlunarfæri mín eru innvortis og vel varin af hinum ýmsu vefjum neðra kviðarhols líkama míns, en ekki utanáliggjandi óhroði sem í fyrstalagi þolir ekki sama hitastig og restin af líkamanum og í öðrulagi lítur út eins og eithvað sem þjóðverjar kaupa á lestarstöð til átu.
Afhverju er ég þá með á annað hundrað gilliboð í kæfuboxinu mínu um pulsulengingar plástra og stinningar pillur?


|

6.10.07

Getur einhver lánað mér tímavél? 

Hvurslags skipulags óreiða er þetta hjá aðstandendum Airwaves þetta árið?

Lali Puna og !!! eru á sama tíma á sama kvöldi á sitthvorum staðnum.



Hvað gerir stelpa í svona aðstæðum?

|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?