<$BlogRSDURL$>

10.10.07

Ég er ekki með litningagalla! 

Ég hef par af fullkomnum X litningum (XX), en ekki hið ófullkomna litningapar (XY).
Það gerir það að vekum að æxlunarfæri mín eru innvortis og vel varin af hinum ýmsu vefjum neðra kviðarhols líkama míns, en ekki utanáliggjandi óhroði sem í fyrstalagi þolir ekki sama hitastig og restin af líkamanum og í öðrulagi lítur út eins og eithvað sem þjóðverjar kaupa á lestarstöð til átu.
Afhverju er ég þá með á annað hundrað gilliboð í kæfuboxinu mínu um pulsulengingar plástra og stinningar pillur?


|
Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?