23.10.07
Skrefi nær
Í skítaveðri með tilheyrandi stormviðvörun lét ég mig húrra út í höfnina í gær. Það var gaman. Verst að við fengum ekki að gera allar æfingarnar af því að það var svo vonnt veður. Mínusinn var að flotbúningurinn minn var með gat í klofinu þannig að ískaldur sjórinn seitlaði inn í búninginn upp við mitt allraheilagasta og ég ekki með auka föt (sauður) þannig að restina af námskeiðinu sat ég rassblaut og skildi eftir mig rassbleytufar hvar sem ég settist.
Ég "féll" á einu prófinu, náði ekki að slökkva eldinn með kolsýrutækinu, óstjórnlega svali íkveikjukennarinn sagði að ég væri of lítil. Næst skal ég muna eftir að vera í hælunum þegar kviknar í.
En námskeiðið var mjög áhugavert og vakti mig til umhugsunar um hluti sem ég hefði líklegast ekkert hugsað útí aður en ég færi út á sjó með fólkið sem ég elska.
Nú á ég splunkufínt skýrteini úr Slysavarnarskóla Sjómanna.
|
Ég "féll" á einu prófinu, náði ekki að slökkva eldinn með kolsýrutækinu, óstjórnlega svali íkveikjukennarinn sagði að ég væri of lítil. Næst skal ég muna eftir að vera í hælunum þegar kviknar í.
En námskeiðið var mjög áhugavert og vakti mig til umhugsunar um hluti sem ég hefði líklegast ekkert hugsað útí aður en ég færi út á sjó með fólkið sem ég elska.
Nú á ég splunkufínt skýrteini úr Slysavarnarskóla Sjómanna.
Comments:
Skrifa ummæli