<$BlogRSDURL$>

31.8.05

Allt eða ekkert 


Suma daga hefur maður ekkert að gera en svo alltí einu þarf maður að gera milljón eittþúsund og fjörutíuhluti í einu, alla skemmtilega jei jei jei.

Annars var ég orðin vön því að undirbúa mig fyrir ellina, það er að segja að æfa mig í því að vera eins og fyrirmyndin mín hérna til hliðar.

Verst samt þetta með það að mæta í vinnu á sunnudegi klukkan níu, það er snemma á sunnudegi.

Ekki satt?

|

26.8.05

Suma daga 

Er ég of upptekin við það að hafa ekki neitt að gera að ég gleymi að gera það sem þarf að gera.

|

22.8.05

Rekin að heiman 

Núna stendur fullt latteglas á stofuborðinu heima og kólnar. Ég var ný sest niður við tölvuna þegar hlussu geitungur byrjaði að sveima um íbúðina og ég stóð allt í einu á stigaganginum skó og lykla laus. Ég mannaði mig þó upp í það að kippa með mér tölvutöskunni og sígarettum og flýja húsið. Vonandi étur hundurinn helvítið á meðan ég er í burtu.

Posted by Picasa

|

19.8.05

Menningarnótt 

Nótt? Dagur? tjah allavegana

þá ætla ég að menninga mig upp á morgun, drekka bjór og borða kjöt.

Hljómar eins og plan.

|

11.8.05

Ísland Bandaríkin 

1-0 fyrir mér.

Ég fór á upplýsinga veiðar, og á þessu strolli mínu um miðborgina átti ég leið í Bandaríska sendiráðið. Nema hvað þó það hafi ekki verið vopnaðir verðir, heldur flíspeysaðir öryggisverðir sem stöðvuðu mig fyrir utan, þá fekk ég ekki að fara inn í sendiráðið. Það reyndist reyndar í góðu lagi því annar öryggisvörfðurinn gat svarað því sem ég hafði að spyrja.

1-1

Síðar sama dag í annari götu í Þingholtunum hitti ég engan annan en Herra Ólaf Ragnar Grímsson forseta Íslenska Líðveldisins, hann var ekki með vopnaða verði, hvað þá flíspeysaða öryggisverði, ekkert málmleitar hlið tjah ég verð að segja ó varinn fyrir utan jakkafataðann bílstjóra sem beið tilbúinn að opna fyrir forseta vorum bílhurðina.

2-1

Ég að sjálfsögðu bauð forseta vorum góðan dag, á móti fekk ég boð um góðan dag.

3-1 fyrir mér

|

2.8.05

Friðsamleg skemtun um helgina 

Þrátt fyrir miklar og reglulegar ölvir voru ómynnis hegrar fáir, ungar dömur fóru í rúmið á skinsamlegum tímum.
Hefði getað sleppt því að kaupa miða á innipúkann á sunnudeginum, það hljóp í mig hundur og ég var ekki kona mikil í tónleikastússserí.

Mánudagurinn var dásamlegur. Þórdísin mín eina kom frá hinu horni heimsins og vildi svo skemmtilega til að hún átti 25 ára afmæli í þremur heimsálfum. Þrefallt húrra fyrir því!
Mest leim Suprise! áttisér stað í gær, við hefðum kanski átt að æfa frekar en að háma í okkur Hrefnu?

|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?