22.8.05
Rekin að heiman
Núna stendur fullt latteglas á stofuborðinu heima og kólnar. Ég var ný sest niður við tölvuna þegar hlussu geitungur byrjaði að sveima um íbúðina og ég stóð allt í einu á stigaganginum skó og lykla laus. Ég mannaði mig þó upp í það að kippa með mér tölvutöskunni og sígarettum og flýja húsið. Vonandi étur hundurinn helvítið á meðan ég er í burtu.
|
Comments:
Skrifa ummæli