<$BlogRSDURL$>

11.8.05

Ísland Bandaríkin 

1-0 fyrir mér.

Ég fór á upplýsinga veiðar, og á þessu strolli mínu um miðborgina átti ég leið í Bandaríska sendiráðið. Nema hvað þó það hafi ekki verið vopnaðir verðir, heldur flíspeysaðir öryggisverðir sem stöðvuðu mig fyrir utan, þá fekk ég ekki að fara inn í sendiráðið. Það reyndist reyndar í góðu lagi því annar öryggisvörfðurinn gat svarað því sem ég hafði að spyrja.

1-1

Síðar sama dag í annari götu í Þingholtunum hitti ég engan annan en Herra Ólaf Ragnar Grímsson forseta Íslenska Líðveldisins, hann var ekki með vopnaða verði, hvað þá flíspeysaða öryggisverði, ekkert málmleitar hlið tjah ég verð að segja ó varinn fyrir utan jakkafataðann bílstjóra sem beið tilbúinn að opna fyrir forseta vorum bílhurðina.

2-1

Ég að sjálfsögðu bauð forseta vorum góðan dag, á móti fekk ég boð um góðan dag.

3-1 fyrir mér

|
Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?