<$BlogRSDURL$>

24.4.08

Í dag grét ég. 

Ég grét yfir því að búa í landi þar sem ráðamenn og fólk gúddera það að lögregla ráðist að fólki í friðsömum mótmælum.

Ég grét yfir því að suðupunkturinn var þegar lögreglan meinar bílstjóra aðgangi að ökutæki sínu er bílstjóri þess ökutækis vildi komast að tækinu til þess að færa það úr stað eins og lögregla krafðist.

Ég grét yfir því að óeirðalögregla væri til á landinu, óeirðalögregla sem skapaði óeirðir í dag.

Ég grét yfir því að lögregla réðist með skjalborg að hrópandi ungmennum, æddu inn í hópinn og snéru þann orðljótasta niður og drógu svo óharnað ungmennið burt í járnum.

Ég grét yfir því að einn bolurinn þurfti að svara ofbeldi lögreglu með grjótkasti og uppskar eftirför og barsmíðar hóps lögreglumanna.

Í dag dó frelsi íslendinga pínu lítið, frelsið til að mótmæla og frelsið til að tjá skoðanir sínar og tilfinningar.

|
Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?