8.1.08
Pósturinn MINN!
Frekar örg, veit ekki hvort ég nenni að standa einhverstaðar á öskrinu. Ætti kannski að gera það? En bréfberinn í götunni minni ákvað að ég væri flutt, þrátt fyrir að nafniðmitt væri enn á hurðinni og ég ekki tilkynnt neina flutninga eða breitt lögheimili í þjóðskrá. Ég er fjúríus, Prófskírteinið mitt sennt aftur á Hornafjörð, GREIT! Komin skíringin á því að ég fekk ekki eitt einasta jólakort, ég sem hélt að fólk væri hætt að senda mér því ég sendi aldrei nein. Var ég búin að mynnast á það að ég er gjörsamlega fjúríus. Pósturinn minn endursendur, hvað ætli það vesen taki langan tíma að jafna sig í kefum bankanna, fjúríus! Inrainbows boxsettið sem ég er búin að bíða óþreijufull eftir var við það að vera sennt aftur til Hollands, en sem betur fer var því slysi afstýrt, og pósthúskonan sem hringdi í mig í dag ætlar að sjá um að redda því í gegnum tollinn. Fjúríus! Eini mánuðurinn á árinu sem það er skemtilegt að hafa bréfalúgu og bréfberinn ákveður að ég hafi flutt til Túrkemistan til að framleiða jógúrt.
En annars þá byrja ég að vinna í fyrramálið, það er ágætt að hafa verkefni í nokkra mánuði.
|
En annars þá byrja ég að vinna í fyrramálið, það er ágætt að hafa verkefni í nokkra mánuði.
Comments:
Skrifa ummæli