<$BlogRSDURL$>

27.1.08

Nóg að gera 

Það er gott að vera bissí.


|

8.1.08

Pósturinn MINN! 

Frekar örg, veit ekki hvort ég nenni að standa einhverstaðar á öskrinu. Ætti kannski að gera það? En bréfberinn í götunni minni ákvað að ég væri flutt, þrátt fyrir að nafniðmitt væri enn á hurðinni og ég ekki tilkynnt neina flutninga eða breitt lögheimili í þjóðskrá. Ég er fjúríus, Prófskírteinið mitt sennt aftur á Hornafjörð, GREIT! Komin skíringin á því að ég fekk ekki eitt einasta jólakort, ég sem hélt að fólk væri hætt að senda mér því ég sendi aldrei nein. Var ég búin að mynnast á það að ég er gjörsamlega fjúríus. Pósturinn minn endursendur, hvað ætli það vesen taki langan tíma að jafna sig í kefum bankanna, fjúríus! Inrainbows boxsettið sem ég er búin að bíða óþreijufull eftir var við það að vera sennt aftur til Hollands, en sem betur fer var því slysi afstýrt, og pósthúskonan sem hringdi í mig í dag ætlar að sjá um að redda því í gegnum tollinn. Fjúríus! Eini mánuðurinn á árinu sem það er skemtilegt að hafa bréfalúgu og bréfberinn ákveður að ég hafi flutt til Túrkemistan til að framleiða jógúrt.
En annars þá byrja ég að vinna í fyrramálið, það er ágætt að hafa verkefni í nokkra mánuði.


|

6.1.08

Leit 

Þegar ég var að leita að einhverju, sem ég man ekki lengur hvað var, í kommóðunni áðan rakst ég á gamla dagbók. Villý hún byrjar 10. maí 1998 næstum tíu ár síðan. Ég hafði fengið hana í 19 ára afmælisgjöf, fyrsta færslan er um það að ég hafi týnt ósínilega vininum mínum honum Hannesi.
"Ég er ekki búin að hitta Hannes síðan á flugvellinum þegar ég fór út til Guðrúnar"
Pínlegt, en hann var ekki svona alvöru ósýnilegur vinur heldur ógeðslega fyndinn brandari sem gekk of langt.
Á næstu blaðsíðu er ég að væla yfir því að eiga ekki kærasta (FNE)
"I aint geting no yonnger! Hvað er rangt?"
Húff, drama? He he he.
Svo er ég að pæla í cult hópum og fjöldasjálfsmorðum.
"Hvað drýfur þá áfram er mér hulin ráðgáta. Kannski eru þeir ofstækistrúar einhverskonar, drifnir áfram af eiðileggingarmætti eiturlyfja eða öðrum heilsuspillandi ávana efnum."

Þessi bók snýst meira og minna um pælingar um lífið dauðann ástina, kenningin um óendanleikann kviknaði sem síðar leiðir af sér kenninguna um ekkertið, ég hætti að trúa á tímann, uppgötva það að það þarf ekkert að vera raunverulegt þó ég geti snert það, og svo er uppáhalds færslan mín.
"Þegar við deyjum.
Mín skoðun og trú er sú að trúi þú því að líf sé eftir dauðann þá lifir þú eftir dauðann. Sá sem trúir á himnaríki fer til himnaríkis. En það sem gerist er að rafboð úr heilanum búa til það sem gerist eftir dauðann og skapi mynd sem að fyrir persónunni er um alla eilífð. Þetta örstutta augnablik er eilífðin. Kannski er ég dáin og að upplifa eftirlífið mitt."

Ég trúi þaessu enn í dag og hef ekki breitt þessari kenningu á neinn hátt. En stundum verð ég hrædd, hrædd því að þessi kenning mín skilur mig eftir í óvissu um mín örlög. Þegar ég dey þá slökknar á mér, en mun ég upplifa eithvert eilíft myrkur. Ég vil það ekki, ég vil bara deyja, hætta að vera til.

|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?