<$BlogRSDURL$>

30.12.07

Stutt 

Gleðilegt nýtt ár

|

28.12.07

Úr sveitinni í sollinn. 

Komin heim að heiman. Mikið er gott að fara svona af og til. Mér lá svo mikið á að fara síðastliðinn laugardag að ég hafði ekki tíma til að óska landsmönnum öllum gleðilegra jóla.

Ósk Gunnlaugsdóttir óskaði landsmönnum öllum gleðilegra jóla.

Enn ein jólin tókst mér að hlaða utan á mig spiki, var búin að lofa sjálfri mér að stíga ekki á viktina í ræktinni fyrr en eftir viku. En ég er nú soddan grallari að ég gerði það bara samt.
Nú þarf ég að ná af mér heilu kílói af: hangiketi bæði soðnu og hráu, reyktu svíni, reiktri og grafinni bleikju, humar/sjávarpöddu súpu, í það minnsta 5 mismunandi tegundum af paté og allskynns ostum.

64° 8' 0'' N, 21° 1' 0'' A


View Larger Map

|

16.12.07

4/4 

Nanna nanna nanna, nú er dansað á Grundarstíg!!!

Síðasta einkunin sem kom í hús fór langt fram úr mínum villtustu draumum, svo langt að ég er enn að bíða eftir fluginu til baka.

Við sjáum mynd af rafrænu einkunnablaði.



Svo er að bíða eftir að fa prófskýrteini í pósti, fara í læknisskoðun, láta taka gebba góða mynd og fá skirteinið í hendurnar.

|

14.12.07

3/4 

10 - 10 - 10

En það á enn eftir að koma úr siglingaregluprófinu xxx*


* þetta er ég að krossa putta

|

10.12.07

1/4 

Fyrsta einkunn komin í hús, Siglinga- og fiskileitartæki eða SIT 101 eins og við pungarnir köllum þetta.
Auðvitað er fyrsta einkunn fyrsta einkunn eða 10.

Krossum puttana með Siglingaregluprófið og spýtum á eftir hinum tveimur með óskir um tíur þar líka. Í siglingareglunum nægir mér að ná með 5 og allt fram yfir það talið stórsigur.

|

6.12.07

Fjölgun í fjölskyldunni 

Næstum því hundraðasta systkynabarnið mitt komið í heiminn.

Splunku ný bróðurdóttir leit dagsins ljós síðastliðinn sunnudag.
Hún er mjög sæt, enda góð í henni genin og stúlkan líkleg til merkilegra afreka.

Ég vil þakka sysktkinum mínum fyrir að eiga svona mikið af börnum, léttir óneitanlega pressunni af mér.
Ég er samt ekki tilbúin að verða ömmusystir strax.

Þetta eru þær mæðgur, María splunku nýasta bróðurdóttir mín (sú minni) og Inga mágkona mín (sú stærri)

Myndin er stolin af heimasíðu fjölskyldunnar.

|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?