11.1.07
Fimmtudagur Fimmtudagur
Einhverntíman í fyrndinni sagði ég að það gætu verið tveir fimmtudagar í viku því föstudagurinn breittist í fimmtudag, laugardagurinn í föstudag og laugardagurinn félli niður þá vikuna. Það er ekki það sem gerðist í þessari viku, í gær lifði ég lífinu sem það væri fimmtudagur, það var ekki fyrr en um 19:00 að mér var greint frá því að það væri miðvikudagur en ekki fimmtudagur, þessvegna er ég að upplifa sama daginn í dag og ég upplifði í gær. Það var ekki gaman að fara að sofa og vita að það kæmi sami dagur í dag og var í gær.
|
Comments:
Skrifa ummæli