<$BlogRSDURL$>

30.12.06

Annáll: tvöþúsund og sex í hnotskurn 

það er að segja mitt 2006 en ekki annara...

Janúar, krækti mér í mbox, midikeyboard og orkubókina góðu, var í ósköp venjulegum neyslusamfélagspælingum eftir kaupæði desember mánaðar, hegðaði mér samt ekki samkvæmt þeim. Setti upp síðu fyrir leikrit sem ég vann að.

Febrúar, Hungur frumsýnt, var pirruð út í vefsjónvarp rúff, já og er enn. Byrjaði á pæjunni.

Mars, leiddist aðalega, var glöð yfir því að herinn ætlaði að fara, fann nýjar víddir í persónunjósnum á internetinu.

Apríl, AMMLI!!!, stóð í mínu fyrsta supræs ammlispartíí, án efa plan ársins! Fór inn í Þórsmörk, ætlaði að sækja um í FAMU, söng í fyrstaskipti í karókí, toppaði vondu pizzuna fann hana á Akranesi, jammaði með Kötu í fyrstaskipti eftir barnsburð já og varð árinu eldri. Ætla líka að gera það þennan apríl.

Maí, fór að vinna alla daga eins og meðal ljón, fyrsta skipti síðan... lemmér að hugsa... 2001 já hah merkilegt.

Júní, BERLIN húrra fór til Berlinar það var gaman, tók ekki eina einustu ljósmynd, keypti bassa og magnara, hélt með Mexícó, keypti iPod á ebay, lærði um aðflutningsgjöld og tolla, the hard way, keyrði hringinn í kringum landið með tveggjadaga stoppi á Hallormsstað.

Júlí, fór í tvö brúðkaup, annað dulbúið sem skýrn, hélt iCal daginn hátíðlegann, neyslusamfélagspælingar.

Ágúst, Pirruð út í vanskilning á hjólreiðafólki í borginni, hjólinu mínu stolið , keypti nýtt hjól, ánægð með minnkandi hundafasisma í borginni, Ópinu skilað það kætti mitt hjarta.

September, fekk fleyri pólska nágrana, fór Syðra Fjallabak, fjárfesti í myndavél

Október, fekk myndavélina senda heim, hélt hljómsveitaræfingu í stofunni, ekki gott mauf, fekk bank í vegginn, LOFTBYLGJUR nýja hjólinu stolið læstu fyrir utan heima og Sigurjón týndi heddfónunum mínum.

Nóvember, AMSTERDAM það snjóaði í reykjavík SUGARCUBES

Desember, fúl útí forpokaða afturhalds komma titti, tapaði mér í neyslusamfélaginu einn klukkutíma 22. des vil ekki athuga hvað ég eyddi miklu í gjafir, það er nefnilega bara svo miklubetra að gefa en þyggja. munið það með næsta pakka til mín. Mamma gaf mér mic, nú á ég næstum því stúdíó, vantar enn vinnustofu, er enn á pæjunni bara að aukast ef eithvað er.

Gleðilegt ár öllsömul til bæja og til sveita


|
Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?