31.7.05
Helgin góða kennd við verslunarmenn
Super Takk!
Mætti í það hárugasta pulsupartý sem ég hef nokkurn tíman mætt í. Sviti typpafíla og sítt hár á föstudagskvöldið á Dillon. Varla við öðru að búast þar sem Brain Police voru að spila. Enntist ekki lengi sirca 3 lög og þá var ég við það að falla í ómegn. Fór yfir á Sirkus í annarskonar svitafílu sem fellur mér betur að skapi.
Svo er náttúrulega innipúkinn í fullum gangi, sá Úlpu og svo Cat Power á eftir. Eins indæl og falleg sem hún er þá var ég barasta ekki í stuði fyrir hana klukkan 20:00 á verslunarmanna föstudegi. Pásað fyrir partý og svo ætlaði ég að sjá Mugison og Apparat en sökum ölvi fór ég bara heim eftir Mugison án þess að gera mig að fífli.
Vaknaði snemma í morgun og æddi á Marimekko útsölu í afmælisgjafainnkaup, keypti náttúrulega ekki neitt á útsölu og splæsti veski á sjálfa mig líka, hress. Stefnan er svo tekin á magnaða tónlystarveislu fram á kvöld. Ætla að sjá Lake Trout, þar sem ég var í partý með þeim bættust þeir inn á listann. Svo er það Blond Redhead, pása fyrir partý Ravonettes og Trabant í pulsuendanum.
Super takk fyrir mig
Óskin hefur talað úr ókeypis internetsambandi á Prikinu
|
Mætti í það hárugasta pulsupartý sem ég hef nokkurn tíman mætt í. Sviti typpafíla og sítt hár á föstudagskvöldið á Dillon. Varla við öðru að búast þar sem Brain Police voru að spila. Enntist ekki lengi sirca 3 lög og þá var ég við það að falla í ómegn. Fór yfir á Sirkus í annarskonar svitafílu sem fellur mér betur að skapi.
Svo er náttúrulega innipúkinn í fullum gangi, sá Úlpu og svo Cat Power á eftir. Eins indæl og falleg sem hún er þá var ég barasta ekki í stuði fyrir hana klukkan 20:00 á verslunarmanna föstudegi. Pásað fyrir partý og svo ætlaði ég að sjá Mugison og Apparat en sökum ölvi fór ég bara heim eftir Mugison án þess að gera mig að fífli.
Vaknaði snemma í morgun og æddi á Marimekko útsölu í afmælisgjafainnkaup, keypti náttúrulega ekki neitt á útsölu og splæsti veski á sjálfa mig líka, hress. Stefnan er svo tekin á magnaða tónlystarveislu fram á kvöld. Ætla að sjá Lake Trout, þar sem ég var í partý með þeim bættust þeir inn á listann. Svo er það Blond Redhead, pása fyrir partý Ravonettes og Trabant í pulsuendanum.
Super takk fyrir mig
Óskin hefur talað úr ókeypis internetsambandi á Prikinu
Comments:
Skrifa ummæli