<$BlogRSDURL$>

24.5.05

Draumar 

Þeir geta verið svo skrítnir.
Allir lífsins ómögulegustu hlutir geta verið svo óendanlega skynsamlegir að það er ekki fyrr en nokkrum klukku tímum eftir að maður vaknar að það rennur upp fyrir manni ljós.
Hei þetta meikar ekki sens, þetta var bara draumur.
Lásar sem læsast ekki hversu mikið sem maður snýr lyklinum, fólk svífandi um á helíum blöðrum, njósnarar sem eru svo hættulegir að í staðin fyrir að vera með skilríki eru þeir með vasaklútabók með í límdum miða frá gamalli frænku sem á stendur upplýsingar um nafn og fæðingar dag.
Fólk sem í staðinn fyrir að vera með andlit, hefur það gamlan klístraðan brjóstsykur í útsaumuðum peningapung.
Hús sem eru ekkert nema ranghalar, en samt ratarmaður umm allt ánþess að hafa komið þangað nokkurntíman áður.
Fólk sem ekki hefur verið lifandi lengi byrtist á ótrúlegustu stöðum og það eina sem er hægt að segja er "Varst þú ekki dauður?" og svarið sem maður fær er "Jú ég var það"

Mér finnst gaman að dreyma

|
Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?