<$BlogRSDURL$>

4.5.08

Flutt! 

Farin í 108 m2 einbýlishús með bílskúr og garði, ókeypis út sumarið.

Að vísu fylgir 17 ára unglingur með í kaupunum, vonandi skemmi ég barnið ekki varanlega.

Ég er að reina að velja vers ég á eftir að sakna mest við þessa íbúð sem er búin að vera heimili mitt í 4 ár.

Hér er listi yfir helstu kandidatana:

*Krakkanum sem er að læra á saxafón í næsta húsi.
*Nágrananum sem ælir violently á nótunni.
*Pólska 90's poppinu sem glymur af neðrihæðinni um helgar.
*Nágrananum sem vinnur markvisst í því að eiðileggja fallega gróinn bakgarðinn.
*Opna rafmagnsdósin í eldhúsinu.
*Ofnarnir sem ekki er hægt að lækka hitann á, og undir það síðasta hættu alveg að virka.
*Opnanlegu fögin sem eru ekki lokanleg.

Þetta er erfitt val og ekki tæmandi listi.



En hér er ég búin að eiga góðar stundir og á hundruðir polaroid mynda af mér og vinum mínum í gleðskap og daglegu lífi.

|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?